Opnið gluggann Fjárhagur - Samstæðuútilokun.
Sýnir prófjöfnuð samstæðu sem aðeins er notaður í bókhaldi samsteypufyrirtækja þar sem samstæðufærslur fyrirtækjaeininga er að finna.
Þegar allar fjárhagslegar upplýsingar fyrirtækjaeininga eru lesnar inn í bókhald samsteypufyrirtækis verður að útiloka þær færslur sem fela í sér innri viðskipti milli einstakra fyrirtækjaeininga. Það er gert í færslubók.
Skýrslan sýnir óákveðinn prófjöfnuð. Það er, skýrslan sýnir áhrif þess að eyða færslunum með því að bera saman færslur í samsteypufyrirtækinu við útilokanir sem hafa verið færðar inn í færslubókina sem þær eru bókaðar úr síðar.
Áður en unnt er að taka fyrirtækiseiningu með í skýrslu, verður að setja hana upp í töflunni Fyrirtækiseining og velja reitinn Steypa saman.
Sérhver reikningur birtist einn sér í línu, (í framhaldi af uppbyggingu bókhaldslykils). Reikningur birtist ekki ef allar upphæðir á línunni standa á núlli. Eftirfarandi upplýsingar koma fram um hvern reikning:
-
Reikningur nr.
-
Heiti reiknings
-
Hafi einn eða fleiri kótar fyrirtækjaeininga verið valdir í reitnum Kóti fyrirtækiseiningar í skilgreiningarglugga birtist samtala samsteypufyrirtækis, að útilokunum undanskildum. Hafi reiturinn Kóti fyrirtækiseiningar ekki verið útfylltur birtist samtala samsteypufyrirtækis, að útilokunum undanskildum.
-
Hafi kóti fyrirtækjaeiningar verið valinn í reitnum Kóti fyrirtækiseiningar í skilgreiningarglugga birtist samtala innlesinna færslna frá fyrirtækjaeiningu. Hafi reiturinn Kóti fyrirtækiseiningar ekki verið útfylltur birtist samtala bókaðra útilokana í bókhaldi samsteypufyrirtækis.
-
Samtala samsteypufyrirtækis, að öllum fyrirtækjaeiningum og bókuðum útilokunum meðtöldum.
-
Útilokanir sem fram eiga að fara í bókhaldi samsteypufyrirtækis, það er að segja þær færslur í færslubók sem valin er í skilgreiningarglugga.
-
Bókunartexti afritaður eftir færslubók.
-
Samtala samsteypufyrirtækis eftir útilokanir, ef þær eru bókaðar.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Upphafsdagsetning | Færa skal inn fyrstu dagsetningu tímabils bókaðra færslna sem munu koma fram í bókhaldi samsteypufyrirtækis. |
Lokadagsetning | Færa skal inn síðustu dagsetningu tímabils bókaðra færslna sem fram koma í bókhaldi samsteypufyrirtækis. |
Kóti fyrirtækiseiningar | Velja skal þær fyrirtækjaeiningar sem eiga að vera í skýrslunni. |
Heiti bókarsniðmáts | Velja skal það bókarsniðmát sem nota á vegna óbókaðra útilokana. |
Bókarkeyrsla | Velja skal þá bókarkeyrslu sem nota skal vegna óbókaðra útilokana. |
Sýna | Velja skal hvort upphæðir skuli koma fram sem hreyfingar eða staða fyrir daginn í dag. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með skýrslur eru í Skoða prófunarskýrslur fyrir bókun, Hvernig á að skoða og prenta skýrslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |