Opnið gluggann Fjárhagur - Samstæðuútilokun.

Sýnir prófjöfnuð samstæðu sem aðeins er notaður í bókhaldi samsteypufyrirtækja þar sem samstæðufærslur fyrirtækjaeininga er að finna.

Þegar allar fjárhagslegar upplýsingar fyrirtækjaeininga eru lesnar inn í bókhald samsteypufyrirtækis verður að útiloka þær færslur sem fela í sér innri viðskipti milli einstakra fyrirtækjaeininga. Það er gert í færslubók.

Skýrslan sýnir óákveðinn prófjöfnuð. Það er, skýrslan sýnir áhrif þess að eyða færslunum með því að bera saman færslur í samsteypufyrirtækinu við útilokanir sem hafa verið færðar inn í færslubókina sem þær eru bókaðar úr síðar.

Áður en unnt er að taka fyrirtækiseiningu með í skýrslu, verður að setja hana upp í töflunni Fyrirtækiseining og velja reitinn Steypa saman.

Sérhver reikningur birtist einn sér í línu, (í framhaldi af uppbyggingu bókhaldslykils). Reikningur birtist ekki ef allar upphæðir á línunni standa á núlli. Eftirfarandi upplýsingar koma fram um hvern reikning:

Valkostir

Reitur Lýsing

Upphafsdagsetning

Færa skal inn fyrstu dagsetningu tímabils bókaðra færslna sem munu koma fram í bókhaldi samsteypufyrirtækis.

Lokadagsetning

Færa skal inn síðustu dagsetningu tímabils bókaðra færslna sem fram koma í bókhaldi samsteypufyrirtækis.

Kóti fyrirtækiseiningar

Velja skal þær fyrirtækjaeiningar sem eiga að vera í skýrslunni.

Heiti bókarsniðmáts

Velja skal það bókarsniðmát sem nota á vegna óbókaðra útilokana.

Bókarkeyrsla

Velja skal þá bókarkeyrslu sem nota skal vegna óbókaðra útilokana.

Sýna

Velja skal hvort upphæðir skuli koma fram sem hreyfingar eða staða fyrir daginn í dag.

Ábending

Sjá einnig